september 2010

6. október Handverkskaffi í Gerðubergi

Minnum á Handsverkskaffi í Gerðubergi, miðvikudagskvöldið 6 október kl. 20.00 en þá mun Björn Finnsson kenna gestum skrauthnúta.


Festival of the Quilts 2011

Birtum hér keppnisreglur fyrir Festival of the Quilts 2011.   Athygli er vakin á því að hátíðin verður haldin viku fyrr en á liðnum árum.


Skemmtiferð – samkeppni barna 2011

Evrópskum börnum og ungmennum á aldrinum 5-16 ára er boðið að taka þátt í samkeppni um gerð bútasaumsverks með þemanu “Skemmtiferð“  fyrir bútasaumshátíðina í Birmingham árið 2011.

Lesa meira »


Félagsfundur 29. september 2010, kl. 20.00

  • Kynning á samkeppni framundan – EQA og á aðalfundi 2012.   Sjá nánar tilkynningu frá 8. september.
  • Klúbbakynning – Spólurnar á Patreksfirði  
  • Félagið og starfsemi þess, umræður 
  • Örnámskeið fyrir byrjendur. Áhugasamir komi með nokkra búta, saumavél, framlengingarsnúru, mottu og stiku (þeir sem eiga) og annað til sauma
  • Óskað er eftir að félagar komi með litríka búta sem má nota í gerð Hetjuteppa (sjá grein um Hetjuteppin í síðasta Fréttablaðið félagsins) 
  • Happdrætti 
  • Sýnt og sagt frá

Fundurinn er haldin í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju, kl. 20.00 til 22.00, mætum stundvíslega.  Aðgangseyrir kr. 500.


Viðtal við Margréti Ósk Árnadóttur

Fréttablaðið birti í gær viðtal við Margréti Ósk Árnadóttur en lesa má afrit af greininni hér.


“Color Connections” í Ráðhúsi Reykjavíkur 14. – 19. september

Íslenska bútasaumsfélagið opnar í dag samsýningu Evrópskra bútasaumasfélaga í Ráðhúsi Reykjavíkur.   Sjá nánar meðfylgjandi boðskort.

Sýningin er opin vika daga frá kl.8.00. til 19.00.  Helgaropnun kl. 12.00 – 18.00.


Afmælissýning í Perlunni 10-18 september

Afmælissýning Íslenska bútasaumsfélagsins var opnuð með viðhöfn í Perlunni í gær.  Fjölmargir gestir heiðruðu félagið með komu sinni og er félagið stollt af því að sýningin vakti hrifningu.  Anna Margrét Árnadóttir, formaður afmælisnefndar, setti hátíðina. Yngstu þátttakendurnir, Andrea Eiríksdóttir og Sonja Orradóttir, fengu viðurkenningar.  Sömuleiðis Margrét Árnadóttir sem hafðu yfirumsjón með saumaskap á teppum sem voru saumuð í tilefni sýningarinnar.  Verðlaun voru afhent í samkeppninni um Tækifæriskort, og má sjá myndir af Tækifæriskortunum hér.  Að lokum var Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein, afhent teppi til styrktar félaginu.

Opnunartími sýninga, setustofu og saumastúdíós er frá 10.00 til 18.00 alla sýningardagana.


Tækifæriskort

Í tilefni að 10 ára afmæli Íslenska bútasaumsfélagsins var efnt til samkeppni um gerð Tækifæriskorta að stærðinni A4 og voru þátttakendur bæði innlendir og Evrópskir listamenn, myndir af kortunum má sjá hér . Lesa meira »


Afmælishátíðin í Kastljósi kvöldsins

Afmælisnefndin hefur verið dugleg að kynna afmælishátíð félagsins í fjölmiðlum.   Í kvöld birtist viðtal við Önnu Margréti Árnadóttur formann afmælisnefndarinnar í Kastljósi.


Fjölbreytileiki Evrópu 2011

Tilnefningar óskast  fyrir sýninguna Fjölbreytileiki Evrópu 2011.  Hvert aðildarland EQA tilnefnir eitt verk sem sett verður upp í Birmingham í ágúst 2011, einnig er í undirbúningi að sýninginn fari á aðrar bútasaumshátíðir á næstu misserum.  Miðað er við að verkin séu ekki eldri en fimm ára og sýni einkenni Evrópskra bútasaumsverka í lita og efnisvali.  Verkin skulu ekki vera minni en 3 metrar að ummáli og ekki stærri en 9 metrar.  Lesa meira »