júlí 2010

Undirbúningur fyrir Olympíuleikanna 2012

Stefnt er að því að útbúa bútasaumsteppi fyrir hvert land sem tekur þátt í Olympíuleikunum árið 2012.  Lesa má um verkefnið á eftirfarandi heimasíðum:


Bútasaumshátíðin “Festival of Quilts”

Bútasaumshátíðin “Festival of Quilts” verður haldin 19. – 22. ágúst 2010.    Meðal annars verður sýning valdra listamanna á vegum “European Art Quilt” og eiga íslendingar fulltrúa í hópi sýnenda.


Listakonan Gunnella býður áhugafólki um handverk til samstarfs

Á félagsfundi Íslenska bútasaumsfélagsins í vetur var tilkynnt að listakonan Gunnella hefði áhuga á að bjóða félögum félagsins til að vinna með sér að sameiginlegri sýningu.  Þar yrðu sýnd málverk eftir hana og bútasaumsmyndir sem yrðu eftir verkum hennar.   Pistill Gunnellu sem fluttur var á fundinum má finna hér. Lesa meira »


Bútasaumssafnið í York

Á heimasíðu “Quilt Museum and Gallery” má finna yfirlit yfir sýningar safnsins.


Bútasaumssýning í Frakklandi – september 2010

16. -19. september halda Frakka nú í 16 sinn sýningu í Saint Marie-aux Mines, Alsace. Lesa meira »


Bútasaumssýning í Japan 2012.

Quilt Nihon Exhibiton verður haldin í 11 skipti árið 2012.   Á heimasíðu þeirra má finna úrval verka sem hafa unnið til verðlauna á liðnum árum.   Þar á einnig finna netfang Japan Handicraft Instructors Association ef einhverjir íslendingar hafa áhuga á að senda inn verk á næstu sýningu.


Boð um þátttöku í samkeppni í Ungverjalandi

Ungverska bútasaumsfélagið býður félögum innan EQA að taka þátt í samkeppni í tengslum við sýningu þeirra í nóvember 2010.    Þátttökureglur má finna hér.


Samkeppni og sýning í Ohio

Borist hefur beiðni frá Quilt National um að kynna samkeppni þeirra vegna sýningar árið 2011.  Tilkynna þarf þátttöku fyrir 10. september 2010.  Verkið má ekki vera eldra en frá árinu 2008 og ekki stærra en 108″ eða 270 cm, en hér má finna keppnisreglur.


Belgía – Bútasaumshátíð október 2010

Belgíska bútasaumsfélagið efnir til bútasaumshátíðar 14. – 17. október 2010.


Handverksýninginn Artic Arts & Craft 2010

Handverksýningin Artic Arts & Crafts verður haldin í Laugardagshöll daganna 28. október til 3 nóvember 2010.