apríl 2010

Aðalfundur 14. maí 2011 í Gerðubergi

10:00-10:30 Klúbbakynning – klúbbur af landsbyggðinni kemur í heimsókn.

10:30-12:00 Aðalfundur, dagskrá skv. 4 gr. laga félagsins.

12:00-13:00 Hádegishlé.  Veitingasala er opin þar sem hægt er að kaupa veitingar.

13:00-17:00 Námskeið samkvæmt auglýsingu í fréttabréfi félagsins (sem fer í póst í dag).

Dregið verður úr innsendum bjarnarklóar blokkum, sjá nánari upplýsingar á heimasíðunni (ath. hægt er að nota leitarglugga og slá inn bjarnarkló).

Ferðatöskusala.

Allir félagsfundir vetrarins enda á dagskrárliðnum Sýnt og sagt frá þar sem félagskonum gefst tækifæri að sýna salnum teppi sem þær hafa klárað frá síðasta fundi. Segja má  til dæmis frá af hverju teppið var saumað, hver uppspretta hugmyndarinnar hafi verið eða af hverju efnið í teppinu varð fyrir valinu. Nóg er að segja bara nokkrar setningar, við erum ekki að biðja um ræður.

Tillaga um lagabreytingu: Lesa meira »